Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Mikill áhugi á öryggismálum á morgunverðarfundi Premis

Um 60 manns mættu á morgunverðarfund Premis 16. mars. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Malwarebytes. Fyrirlesari var Helge Husemann en hann fjallaði um helstu framtíðarógnir internetsins og þær aðferðir sem hin nýja mafía beitir til að ná fram sínum markmiðum. Einnig var farið yfir hvernig Malwarebytes nær betri árangri í að verjast þessu en hefðbundnar vírusvarnir.

Premis kaupir Tölvustoð

Nú um áramót keypti Premis allt hlutafé í Tölvustoð. Öll starfsemi Tölvustoðar hefur nú verið sameinuð starfsemi Premis og allir starfsmenn flust yfir í höfuðstöðvar Premis að Holtavegi 10 í Reykjavík. Er þetta liður í stefnu Premis að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki í rekstri tölvukerfa, hýsingu og veflausnum. Með kaupunum á Tölvustoð verða starfsmenn Premis tæplega 60 talsins.

Tölvustoð hefur um árabil byggt upp gott orðspor sem þjónustuaðili í hýsingu og rekstri tölvukerfa og sinnt þjónustu við hátt í hundrað fyrirtæki og stofnanir.

Nánar

Bjórhátíð Premis 2018

Premis hélt heljarinnar bjórhátíð á Kex Hostel síðastliðinn föstudag. Þar fengu viðskiptavinir og starfsfólk Premis að gæða á dýrindis bjór frá nokkrum af heitustu brugghúsum landsins ásamt veitingum úr eldhúsi Kex Hostel. Brugghúsin voru Lady Brewery, Kex Brewing, RVK Breweing Co og Ægir brugghús. Saga Garðars mætti einnig á svæðið og skemmti gestum. Hægt er að sjá myndir frá viðburðinum á facebook síðu Premis.
Nánar

Fleiri réttmætir póstar lenda í ruslpóstsíum

Vegna mikillar aukningar á tölvupóstum sem innhalda óæskilega tengla eða efni, hafa skýjaþjónustuaðilar eins og Microsoft hert töluvert á þeim reglum sem skilgreina réttmæta tölvupósta. Þetta hefur leitt til þess að fleiri réttmætir tölvupóstar lenda í ruslpóstsíum. Notendur Office 365 hafa verið að lenda í þessu undanfarið og því er gott að vera vakandi fyrir Junk email hólfinu..

Nánar

Premis og Malwarebytes bjóða til morgunverðarfundar 16. mars

Á fundinum munum við ræða um skipulagða glæpastarfsemi á netinu eða hina nýju mafíu. Við munum sjá hvað aðferðir og tækni hún hefur notað og hvað það hefur í för með sér að verja sig ekki gegn þessum nýju ógnum á markaðnum. 

Nánar

Sameinuð fyrirtæki undir merkjum Premis

Premis ehf. hefur nú lokið við kaup og sameiningu á starfsemi Opex ehf. og Davíð og Golíat ehf. Að sögn Kristins Elvars Arnarsonar, framkvæmdastjóra Premis, þá falla félögin vel að kjarnastarfssemi Premis á sviði reksturs tölvukerfa fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Samhliða þessu þá hefur Premis ráðið starfsmenn frá Skapalón veflausnum.

Nánar

Týndi sonurinn snýr aftur

Undur og stórmerki gerðust í lok ágúst þegar týndi sonurinn koma aftur heim.

Hann Gísli Karlsson, vefari, hönnuður, verkefnastjóri og einhyrningur koma aftur heim eftir árs útlegð hjá WOW air.

Við erum hrærð og ánægð að fá hann aftur til baka. 

Nánar

Samræmd kennsla og fræðsla fyrir þitt starfsfólk

Vandamálin sem koma upp á borð til okkar sem hugbúnaðarfyrirtæki eru mörg og af mismunandi toga. Sum þeirra eru svo gott sem óleysanleg, en önnur er vel hægt að leysa og eru mjög skemmtileg.

Námskeiðs- og fræðslukerfið Amon er einmitt eitt af þessum verkefnum sem er mjög gaman að vinna að þar sem við sjáum að það muni koma að gagni fyrir svo mörg fyrirtæki. 

Nánar

Við leitum að snillingum í hópinn

Ert þú snillingurinn sem við leitum að?

Vegna aukinna umsvifa þá erum að við að leita að fólki í allar deildir hjá okkur, nóg af verkefnum og skemmtilegur andi í boði hjá okkur í Premis. 

Nánar

Árið 2016 hjá okkur

Krefjandi og spennandi ár að baki

Árið 2016 hefur verið mjög afkastamikið og fjörugt að okkar mati og hefur auðvitað liðið allt of hratt. Við bættum við okkur mannskap til þess að ná að halda í við öll nýju og spennandi verkefnin sem hrönnuðust upp og erum núna 35 manns í heildina. 

Nánar

Kenndu 300 börnum í Mosfellsbæ að forrita

Þeir Gunnsteinn Þórisson og Ragnar Örn Ólafsson, sérfræðingar á vef- og hugbúnaðarsviði Premis kenndu um 300 börnum í 6. og 7. bekk í Lágafells- og Varmárskóla að forrita í Micro:Bit. En Micro:Bit er pínulítil örtölva sem er hönnuð af BBC og samstarfsaðilum og er ætluð til þess að nota í tölvukennslu fyrir krakka á öllum aldri.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru á vef RÚV.

Nánar

Hvernig lítur þú út á netinu?

Nýlega hélt Díana Dögg, deildarstjóri vef- og hugbúnaðardeilarinnar hjá okkur, fyrirlestur fyrir viðskiðtavini Morgunblaðsins sem bar nafnið „Hvernig lítur þú út á netinu“. Hún fór þar yfir það hvernig er best fyrir fyrirtæki að hugsa vefinn sinn frá upphafi. Það verður að marka stefnu fyrir vefinn, hvað er vefnum þínum ætlað að gera? Um leið og stefnan er komin þá er auðveldara að viðhalda vefnum, segir Díana Dögg.
Nánar

Happy Campers fær upplyftingu

Í september gerðum við smá upplyftingu á vefinn hjá vinum okkar hjá Happy Campers. Vefurinn þeirra fór fyrst í loftið árið 2014 en með stækkandi rekstri þá þarf vefurinn að stækka með. 

Við bættum meðal annars við skemmtilegu bloggi hjá þeim því Happy Campers hafa margar skemmtilegar sögur sem þeir vilja deila með sínum viðskiptavinum. 

Nánar

Notendanámskeið í ServiceDesk

Premis hélt tveggja daga námskeið í ServiceDesk Plus í vikunni fyrir fyrirtæki sem eru að nota kerfið í dag.

Kerfið heldur utan um þjónustubeiðnir, breytingarstjórnun og eignaskráningu ásamt CMDB og byggir á ITIL hugmyndafræðinni. 

Sérfræðingurinn Santhosh Malibi sá um að uppfræða þátttakendur á námskeiðinu.  

Nánar

Bleikur dagur

Það getur verið erfitt að fá 35 tæknigaura og forritara til þess að mæta í bleiku á bleikadaginn í vinnunni. Þess vegna voru það aðeins sölumenn, þjónustuborð, framkvæmdastjóri og allar konurnar í fyrirtækinu sem mættu í bleiku þennan dag. Þau voru nú samt það góð að deila bleika bakkelsinu með öllum hinum líka :) 

Nánar

Next Gen ráðstefna um Active Directory

Fimmtudaginn 19. maí héldum við ráðstefnu um „næstu kynslóðar“ aðferðir í rekstri á Active Directory umhverfinu sem og öryggisatriði í því.

Derek Melber MVP í AD leiddi ráðstefnugesti í allan sannleik um hvernig byggja á upp viðvaranir um breytingar í mikilvægum öryggisstillingum og ræddi þær áskoranir sem upp koma í AD umhverfinu.

Nánar

Nýtt útlit á Corrian

Við erum afar ánægð með nýja útlitið sem við erum búin að vera hanna á innri vefina okkar. En árið 2014 opnuðum við fyrsta innri vefinn með N1 en síðan þá hafa nokkuð margir bæst í hópinn. 

Nánar