Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Þjónustuleiðirnar eru margar

Við getum sniðið þjónustuna algjörlega að þínum þörfum. Hér er dæmi um hvernig við höfum samið um þjónustuleiðir við okkar viðskiptavini. Við leggjum mikla áherslu á að allir viðskiptavinir kynni sér Þjónustu með yfirsýn en sú þjónustuleið eykur rekstraröryggi og bætir gæði þjónustu almennt.

Alrekstur upplýsingakerfa

Við sjáum um rekstur, eftirlit og viðhald alls tölvubúnaðar og netkerfa gegn föstu mánaðagjaldi. Þessi leið hentar þeim sem vilja fast mánaðargjald og tryggja hátt þjónustustig við bæði kerfi og notendur.

Sérfræðiþjónusta

Við eigum marga sérfræðinga í ákveðnum kerfum, lausnum eða búnaði. Tölvudeildir fyrirtækja leita til okkar sérfræðinga þegar vinna þarf að ákveðnum verkefnum.

Þjónusta eftir þörfum

Þú hefur einfaldlega samband þegar þú þarft á þjónustu að halda. Þetta fyrirkomulag hentar sérstaklega smærri fyrirtækjum, þar sem ekki er þörf á reglulegri þjónustu við tölvubúnað. Við hvetjum viðskiptavini til að vera með Þjónustu með yfirsýn hjá okkur til að nýta þessa leið sem best.

Föst viðvera

Sérfræðingar okkar mæta til viðskiptavinar á fyrirfram ákveðnum tíma og greitt er fast mánaðarlegt þjónustugjald í samræmi við umfang viðverunnar.

Notendaþjónusta

Hér sjáum við um rekstur á útstöðvum og veitum notendum aðstoð þegar vandmál koma upp. Við setjum þá kröfu í flestum tilfellum að viðskiptavinir séu í Þjónustu með yfirsýn.

Afleysingar fyrir kerfisstjóra

Allir þurfa sitt frí, líka kerfisstjórar. Við bjóðum okkar viðskiptavinum að leysa kerfistjóra af í fríum eða veikindum. Stundum er um með fulla viðveru ákveðins tæknimanns að ræða og stundum er bara veitt þjónusta eftir þörfum.

Fjarvöktun á búnaði

Í þjónustuleið okkar Þjónusta með yfirsýn vaktar þjónustuborð allan búnað viðskiptavinar ásamt því að vakta vírusvarnir og varnir gegnum hættum á netinu.

Viltu nánari upplýsingar?

Hringdu í mig eða sendu mér tölvupóst. Við skulum hittast á fundi.

|