Innskráning í vefpóst

Sláðu inn netfang til að komast inn á vefpóstinn.

Premis léttir þér lífið

Við hjá PREMIS viljum auðvelda þér lífið þegar kemur að upplýsingatækninni. Hvort sem það tilheyrir kerfisrekstri, hýsingu, veflausnum eða almennri tölvuþjónusta þá erum við til taks.

Rekstur og þjónusta

Fyrirtækið þitt er í öruggum höndum hjá Premis. Við sjáum um rekstur tölvukerfa fyrir á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir. Hjá okkur starfa um 20 sérfræðingar í rekstri tölvukerfa og þjónustu við notendur og við höfum sett saman frábæra þjónustupakka sem eru sniðnir að þörfum þíns fyrirtækis.

Hugbúnaðar & veflausnir

Við smíðum hugbúnað og búum til vefi sem eru sérsniðnir að þínum rekstri og við höfum gaman af því. Okkar hjarta slær í takt við kóðun.

Nánar

Hýsingar og skýjaþjónusta

Við bjóðum fyrsta flokks hýsingarþjónustu í öruggu umhverfi. Á sama tíma höfum við byggt upp mikla þekkingu og reynslu í nýtingu skýjalausna fyrir okkar viðskiptavini. Við leggjum mikla áhersla á að viðskiptavinir nýti sér hagkvæmni skýjalausna.

Vél- & hugbúnaður

Við lítum á sölu á vél- og hugbúnaði sem þjónustu við okkar viðskiptavini. Okkar markmið er að einfalda þér leitina að þeim lausnum sem þú þarft og á sama tíma tryggja þér bestu verð. Og við sjáum um að uppsetninguna líka. Allt sem þú þarft á einum stað. Hafðu samband og við finnum lausnina sem þú þarft.

Nánar
PREMIS bloggar sjá meira

Premis kaupir Tölvustoð

Nú um áramót keypti Premis allt hlutafé í Tölvustoð. Öll starfsemi Tölvustoðar hefur nú verið sameinuð starfsemi Premis og allir starfsmenn flust yfir í höfuðstöðvar Premis að Holtavegi 10 í Reykjavík. Er þetta liður í stefnu Premis að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki í rekstri tölvukerfa, hýsingu og veflausnum. Með kaupunum á Tölvustoð verða starfsmenn Premis tæplega 60 talsins.

Tölvustoð hefur um árabil byggt upp gott orðspor sem þjónustuaðili í hýsingu og rekstri tölvukerfa og sinnt þjónustu við hátt í hundrað fyrirtæki og stofnanir.

Nánar

Bjórhátíð Premis 2018

Premis hélt heljarinnar bjórhátíð á Kex Hostel síðastliðinn föstudag. Þar fengu viðskiptavinir og starfsfólk Premis að gæða á dýrindis bjór frá nokkrum af heitustu brugghúsum landsins ásamt veitingum úr eldhúsi Kex Hostel. Brugghúsin voru Lady Brewery, Kex Brewing, RVK Breweing Co og Ægir brugghús. Saga Garðars mætti einnig á svæðið og skemmti gestum. Hægt er að sjá myndir frá viðburðinum á facebook síðu Premis.
Nánar

Fleiri réttmætir póstar lenda í ruslpóstsíum

Vegna mikillar aukningar á tölvupóstum sem innhalda óæskilega tengla eða efni, hafa skýjaþjónustuaðilar eins og Microsoft hert töluvert á þeim reglum sem skilgreina réttmæta tölvupósta. Þetta hefur leitt til þess að fleiri réttmætir tölvupóstar lenda í ruslpóstsíum. Notendur Office 365 hafa verið að lenda í þessu undanfarið og því er gott að vera vakandi fyrir Junk email hólfinu..

Nánar

Mikill áhugi á öryggismálum á morgunverðarfundi Premis

Um 60 manns mættu á morgunverðarfund Premis 16. mars. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Malwarebytes. Fyrirlesari var Helge Husemann en hann fjallaði um helstu framtíðarógnir internetsins og þær aðferðir sem hin nýja mafía beitir til að ná fram sínum markmiðum. Einnig var farið yfir hvernig Malwarebytes nær betri árangri í að verjast þessu en hefðbundnar vírusvarnir.

Nánar